Einn lífsleiknihópurinn notaði góða veðrið í vikunni til þess að efla hópkennd og virkja hreyfiorkuna. Farið var út á flötina á milli Hamars og Odda sem býður upp á marga möguleika. Brennó var leikurinn og allir skemmtu sér vel eins og sjá má á myndinni.