Breyting á skólanefnd
24.10.2024
Þann 11. október var haldinn fyrsti fundur skólanefndar með nýjum skólameistara. Auk skólameistara kom nýr fulltrúi inn í nefndina nú í haust. Mennta- og menningamálaráðuneytið skipaði Ellý Tómasdóttur í stað Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur. Sigríði Önnu eru þökkuð vel unnin störf fyrir nefndina og Ellý er boðin hjartanlega velkomin. Skólanefnd er skipuð af ráðherra til fjögurra ára í senn og fundar að jafnaði tvisvar sinnum á hverri önn.
Margt bar á góma, m.a. gjaldskrárbreyting, heimavist og fyrirhugað verkfall. Allar fundargerðir skólanefndar má finna hér.