Breytingar á gjaldskrá
16.10.2024
Á skólanefndarfundi föstudaginn 11. október sl. voru eftirfarandi breytingar samþykktar á gjaldskrá skólans:
- gjaldi verði bætt við vegna stöðuprófa í erlendum tungumálum og verði 15 þús. kr.
- almennt tölvu- og efnisgjald (þ.m.t. Inna) hækki úr 5.000 kr. á önn í 6.000 kr.
- tekið verði úr gjaldskrá eftirfarandi færsla: Rútugjald vegna námsferða 1.500 kr.
- í staðinn komi: Annar sérstakur kostnaður við áfanga sem teknir eru í vali: Nemendur bera kostnað sem fylgir sérstökum áföngum sem þeir taka sem valáfanga. Hér er til dæmis um að ræða kostnað við ferðir, aðgangseyri inn á sýningar, í leikhús eða í bíó svo dæmi eru tekin.