Breytt umsjón
26.01.2010
Meðal breytinga á þessari önn er að umsjónartímar eru nú tvöfalt lengri en áður, eða 30 mínútur á viku. Er þessum tímum, og þar með umsjónarkennurum, ætlað stærra hlutverk. Umsjónarkennarar eiga til dæmis að taka viðtöl við nemendur sína og koma á tengslum við heimili ólögráða nemenda. Í umsjón í liðinni viku var lagt upp með að hrista umsjónarnemendur saman Fóru kennarar mikinn fyrir tímann í leit að leikjum til að brjóta ísinn og stuðla að kynnum fólks. Var ekki annað að heyra en þetta hefði gengið vel og mælst vel fyrir hjá nemendum.