Bridds á Bollastöðum
28.11.2013
Oft er hugsað mikið og djúpt á Bollastöðum, kaffistofu kennara í FSu, en sjaldan eins og miðvikudagskvöldið 27. nóvember. Nemendur í bridds áföngunum 172 og 272 fengu góða gesti og slegið var upp móti í tilefni annarloka. Gestirnir voru meðal annars stórmeistarar frá briddsfélagi Selfoss og einnig framkvæmdastjóri Briddssambands Íslands, Ólöf Þorsteinsdóttir. Spiluð var tvímenningskeppni og var vanur spilari á móti hverjum nema. Sigurvegari keppninnar varð Guðmunda Brynja Óladóttir sem spilaði við framkvæmdarstjóra BSÍ.