Búrfell sigrað
10.02.2010
Útivistaráfanginn (ÍÞR 3Ú1) fór í fjallgöngu sunnudaginn 7. febrúar. Þá gengu 23 nemendur og 6 kennarar á Búrfell í Grímsnesi í björtu og fallegu veðri. Gengið var upp á hæsta topp fjallsins sem er í 534 metra hæð yfir sjávarmáli. Myndin er af hópnum á toppi fjallsins. Fyrir aftan hópinn sést í Úlfljótsvatn og Þingvallavatn. Fleiri myndir úr göngunni er að finna í myndasafni á heimasíðu skólans.