Byrjun haustannar
Nýnemadagur verður í FSu þriðjudaginn 21. ágúst, þar sem nemendur sem lokið hafa grunnskóla vorið 2012 fá afhentar stundarskrár og fá kynningu á starfsemi skólans sem og nemendafélagi. Fyrirkomulagi dagskrár verður dreift til nemenda þegar þeir koma í skólann. Dagskrá stendur yfir frá kl. 9- 14.30. Bóksala verður opin frá kl. 13. Rútur munu ganga þennan dag fyrir nýnema og verður heimferð kl. 14.30.
Miðvikudaginn 22. ágúst fá eldri nemendur afhentar stundarskrár hjá umsjónarkennara kl. 9. Bóksalan verður opin kl. 9-16.
Upplýsingar um töflubreytingar verða aðgengilegar á auglýsingaskjá og töflum skólans. Töflubreytingar verðar aðeins þennan eina dag. Mikilvægt er að nemendur skoði stundaskrá sína vel áður en tími hjá töflusmiðum er pantaður. Forsendur fyrir töflubreytingum verða að vera skýrar að hálfu nemenda. Heimför 22. ágúst er kl. 16.00 skv. tímatöflu á vef strætó bs.
Brottför verður frá hverjum stað í Fsu einni klst. seinna en ný tímatafla segir til um þessa tvo daga.
Kennsla hefst skv. stundarskrá að lokinni skólasetningu í IÐU íþróttahúsi FSu fimmtudaginn 23. ágúst kl. 08.15. Skólaakstur verður skv. tímatöflu Strætó bs. Ætlast er til að allir nemendur FSu mæti á skólasetningu.
Fyrstu daga kennslu verður ekki þess ekki krafist að nemendur framvísi nemendakorti í strætó en þeir sem ætla að kaupa kort þurfa að ganga frá skráningum á skrifstofu skólans fyrir helgi og greiða staðfestingagjald kr. 15.000.