Dagbjartur dúx
Dagbjartur Sebastian Österby Christensen er dúx FSu á vorönn 2016. 164 nemendur brautskráðust föstudaginn 27. maí, þar af voru 120 sem luku stúdentsprófi. 13 nemendur luku prófi af tveimur brautum.
Skipting brautskráðra eftir brautum er eftirfarandi:
Stúdentsbrautir:
Málabraut 1
Náttúrufræðibraut 3
Stúdentsbraut- alþjóðalína 6
Stútentsbraut-félagsgreinalína 18
Stútentsbraut-hestalína 5
Stúdentsbraut-listgreinalína 1
Stúdentsbraut-opin lína 59
Stúdentsbraut-náttúrufræðilína 11
Stútentsbraut-viðskipta- og hagfræðilína 9
Viðskipta- og hagfræðibraut 1
Viðbótarnám til stúdentsprófs að
loknu starfsnámi 6
Aðrar brautir:
Grunnnám bíliðna 6
Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina 7
Grunnnám ferða- og matvælagreina 5
Grunnnám rafiðna 6
Húsasmíðabraut 15
Listnámsbraut 1
Málmiðnaðarbraut, grunnnám 2
Próf af tveggja ára braut í hestamennsku 2
Próf af íþróttabraut 1
Próf af sjúkraliðabraut 3
Próf af starfsbraut 9
Dagbjartur Österby Christensen og Hulda Dís Þrastardóttir hlutu viðurkenningu frá Hollvarðasamtökum FSu. Dagbjartur hlaut að auki viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í dönsku, stærðfræði, náttúruvísindagreinum og raungreinum. Tómas Sigurðsson hlaut viðurkenningu fyrir frábæran árangur í ensku og leiklist. Hafsteinn Óskar Kjartansson hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í frönsku, spænsku og einnig fyrir góðan árangur í þýsku. Eydís Eva Guðlaugsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í tungumálum. Hrafnhildur Magnúsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í dönsku. Stefanía Ásta Davíðsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í sögu og viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í íslensku. Helgi Gunnar Jónasson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í myndlist. Hafþór Ingi Sævarsson hlaut viðurkenningu fyrir einstaka eljusemi og áhuga í myndlist. Linda Guðmundsdóttir, Heiðrún Ósk Sævarsdóttir og Ástrós Hilmarsdóttir hlutu viðurkenningu fyrir frábæran árangur og eljusemi í Fimleikaakademíu skólans. Harpa Rún Jóhannsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur á hestabraut. Bergsteinn Kárason og Eyþór Óskarsson hlutu viðurkenningar fyrir ágætan árangur á húsasmíðabraut. Eyþór hlaut að auki sérstaka viðurkenningu fyrir ágætan árangur á húsasmíðabraut. Almar Þór Þorsteinsson hlaut viðurkenningu fyrir ástundun, jákvæðni og góða þátttöku í félagslífi skólans. Unnar Magnússon og Elsa Margrét Jónasdóttir hlutu viðurkenningar fyrir vel unnin störf að félagsmálum.
Á myndinni er Dagbjartur Sebastian Österby Christiensen, dúx FSu. Fleiri myndir frá brautskráningu má finna á fésbókarsíðu skólans.