Dagskrá nýnemadags, mánudaginn 19. ágúst
15.08.2024
Nýnemadagur
19. ágúst 2024
Dagskrá
8:30 – 8:45 Soffía skólameistari býður nýnema velkomna í miðrými.
8:50 – 9:00 Nemendur hitta Bragakennara sína í kennslustofum.
9:00– 12:00 Bragahópar fara á milli 7 ólíkra stöðva og kynnast skólastarfinu.
12:00-12:30 Hóparnir hittast í mötuneyti og fá létta hressingu.
12:30 – 13:30 Nemendafélag sér um dagskrá í sal skólans.
Gott er að nota daginn í að undirbúa sig fyrir kennsluna sem hefst þriðjudaginn 20. ágúst skv. stundaskrá. Skoða námsgagnalista fyrir áfanga í Innu, útvega skólabækur og önnur nauðsynleg skólagögn.
Ef einhver á eftir að útvega rafræn skilríki, þá er nauðsynlegt að gera það sem allra fyrst.