Dansað til góðs
17.10.2011
Undanfarnar vikur hefur starfsmannafélag FSu boðið upp á danskennslu fyrir starfsfólk. Sirrí Sæland var svo væn að leiðbeina fólki í gömlu dönsunum og heppnaðist þetta einstaklega vel. Samþykkti Sirrí að kenna starfsfólki frítt, en andvirði kennslunnar var gefin til góðgerðarmála, nánar tiltekið til krabbameinssjúkra barna.Tekið skal fram að fleiri en þeir sem fóru á dansnámskeiðið borguðu í sjóðinn til þess að styrkja gott málefni. Stjórnin sendir kærar þakkir til Sirríar fyrir að fá starfsmenn til að dansa til góðs. Á myndinni má sjá Írisi Þórðardóttur og Kristjönu Hrund Bárðardóttur úr stjórn starfsmannafélagsins afhenda Sirrí Sæland afrakstur námskeiðisins.