Día de los muertos
Nemendur í spænskuáföngum kynntust einni stærstu hátíð spænskumælandi landa, Día de los Muertos, eða Degi hinna dauðu, í vikunni. Hátíðin er þekktust í Mexíkó en er haldin víðsvegar um Mið- og Suður Ameríku annan nóvember ár hvert þar sem dauðanum er fagnað. Þeir lifandi minnast hinna látnu með því að búa til altari með fórnum til þeirra látnu, skreyta bæði heimili sín og grafir þeirra látnu með litríkum blómum, hauskúpum og kertum og eyða deginum/kvöldinu í kirkjugarðinum við leiði látinna fjölskyldumeðlima þar sem er borðað og sungið og gleðin er við völd. Nemendur í spænsku skoðuðu myndir og horfðu á myndbönd tengd hátíðinni og enduðu svo á því að búa til “calaveritas de azúcar” (sykurhauskúpur) sem er mjög sterk hefð á degi hinna dauðu, og skreyttu þær síðan á litríkan hátt eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.