Dönsk skólakynning
03.11.2011
Föstudaginn 28. október komu fulltrúar frá Erhversvsakademiet Lillebaelt í Óðinsvéum Danmörku og kynntu fyrir nemendum námsframboð skólans. Skólinn býður upp á framhaldsnám í iðnmennt, má þar nefna byggingarfræði, byggingariðnfræði, rafmagnsiðnfræði, margmiðlunarhönnun og fleira. Á myndinni má sjá þá Asthon Funck byggingafræðing og kennara við skólann og Andra Má Reynisson byggingafræðing og meistaranema við Háskólann í Reykjavík, en Andri Már lærði byggingafræði við Erhversvsakademiet. Góð mæting var á kynninguna.