Draumaskóli í bígerð?
01.11.2009
Nú er vinna við innleiðingu nýrra laga um framhaldsskóla að komast á fullan skrið í FSu. Á kennslustjórafundi sl. miðvikudag reifaði Þórarinn aðstoðarskólameistari hugleiðingar sínar í tengslum við þessa vinnu. Nýju lögin gefa skólunum töluvert frelsi til breytinga í skólastarfinu og Þórarinn lýsti vilja skólastjórnenda í FSu til þess að tækifærið yrði nýtt til róttækrar uppstokkunar. Hlutu þessar hugmyndir góðar undirtektir á fundinum.