DÝRINDIS MORGUNVERÐARHLAÐBOÐ í FSu

Nemendur í áfanganum VBFM1VA12, verkleg- og bókleg færniþjálfun undirbjuggu morgunverðarhlaðborð undir vökulu auga Þóris Erlingssonar matreiðslumeistara og kennara. Nemendur bjuggu til múslí, bökuðu brauð og muffins, pressuðu appelsínusafa og melónusafa og löguðu krækiberjasaft. Hrærðu egg, steiktu pylsur og beikon og kartöfluklatta svo fátt eitt sé nefnt. Þessu var smekklega raðað upp og borð dekkað upp. Allt virkilega ljúffengt og greinilegt að nemendur á matvælabraut FSu eiga framtíðina fyrir sér.

ss / jöz