Eftirlitsmenn til starfa
29.08.2010
Tveir eftirlitsmenn hafa tekið til starfa við FSu, þeir Magnús Ásgeirsson og William Varadaraj. Þeir munu vinna að því að skólareglum sé fylgt, svo sem að bílum sé ekki lagt ólöglega á lóð skólans og landslögum og skólareglum um reykingar og notkun tóbaks sé fylgt. Einnig munu þeir hafa eftirlit með því að ekki sé farið inn í skólann á útiskóm og skólareglum sé fylgt innanhúss. Eftirlitsmennirnir munu líka skrá niður þá sem brjóta reglur skólans, t.d. þá sem ekki kunna að fara úr útiskóm, og koma upplýsingum til skólastjórnenda sem hugsanlega munu halda stutt námskeið í skóreimingum fyrir viðkomandi. Er skorað á alla að taka eftirlitsmönnunum vel, fara eftir tilmælum þeirra og hjálpast að við að bæta umgengni í skólanum.