EINIR KOMA ÞÁ AÐRIR FARA

Við upphaf hvers skólaárs verða alltaf mannaskipti í starfsliði FSu. Einir koma - þá aðrir fara eins og orðtakið segir enda er FSu fjölmennur og lifandi vinnustaður með um það bil eitt þúsund nemendur og starfsmenn. Í byrjun þessarar haustannar bættust tíu starfsmenn í skólasamfélagið: skólameistarinn Soffía Sveinsdóttir, íslenskukennararnir Birgir Aðalbjarnarson, Katrín Rut Sigurgeirsdóttir og Kristjana Hallgrímsdóttir, Sigurbjörn Már Valdimarsson enskukennari, Hrönn Erlingsdóttir þroskaþjálfari, sérkennararnir Ragnhildur Þorsteinsdóttir, Sigríður Sigfúsdóttir og Þorbjörg Lilja Jónsdóttir og stuðningsfulltrúinn og ergó kennarinn Þórunn Sif Ólafsdóttir.

Hefð er fyrir því að aðstoðarskólameistari hitti nýráðna starfsmenn á sérstökum fundi þar sem farið er yfir fyrirkomulag og skipulag kennslunnar í FSu og fór sá fundur fram í Gryfjunni að þessu sinni sem er samastaður í miðrými skólans. Allir nýráðnir starfsmenn er boðnir hjartanlega velkomnir í gula skólann.

jöz.