Elísa Dagmar vann með Hello
19.11.2015
Elísa Dagmar Björgvinsdóttir fór með sigur af hólmi í Söngkeppni FSu sem haldin var í Iðu í kvöld. Elísa söng lagið Hello með Adele. Í öðru sæti voru þær Bergrún Gestsdóttir, Arna Dögg Sturludóttir og Birta Rós Helgadóttir Hlíðdal með lagið Jar of hearts og í þriðja sæti varð Sæbjörg Eva Hlynsdóttir. Verðlaun fyrir bestu sviðsframkomuna hlaut hópurinn Harkið, en þeir fluttu lagið Ró.
Keppnin var stórglæsileg að vanda, en salarkynni voru skreytt í suðrænum stíl, enda yfirskrift kvöldsins Suðrænt og seiðandi.
Á myndinni má sjá Elísu Dagmar flytja sigurlagið. Ljósmynd: Guðmundur Karl/sunnlenska.is