Endurmenntun Græna geirans - námskeið haustið 2023
Fyrsta námskeiðið verður laugardaginn 9. september. Þá býður Björn Bjarndal Jónsson heim til sín að Kluftum í Hrunamannahreppi og fer yfir helstu atriði sem fólk þarf að hafa í huga áður en það hefst handa við skógrækt. Helgina á eftir laugardaginn 16. september verða blómahönnuðirnir Bryndís og Valgerður með námskeið fyrir fólk sem hefur áhuga á að nýta efnivið náttúrunnar til alls konar sköpunar. Þær stöllur eru virkar á samfélagsmiðlum sem Blómdís og Jóndís svo auðvelt er að skoða hvað þær eru að bralla dags daglega. Föstudag og laugardag þessa sömu helgi verður námskeiðið Útinám - auðveldara en þú heldur ætlað fagfólki við kennslu og frístundastarf sem vill auka hlut útkennslu og merkingarbærrar útiveru í sínu starfi. 21. september verður svo námskeiðið Áhættumat trjáa ætlað þeim sem þurfa að meta trjágróður og kunna að greina hættumerki.
Námskeiðaröðin Grænni skógar I byrjar svo 22. september. Um er að ræða röð námskeiða sem ætluð eru skógarbændum og öðrum sem hyggja á skógrækt. Námskeiðin eru alls 15 og verða kennd á 5 önnum sem þýðir að jafnaði 3 námskeið á önn.
Nánari upplýsingar er að finna hér á heimasíðu FSu
Skráning og upplýsingar gardyrkjuskolinn@fsu.is