Endurnýting í listsköpun
Myndlist 163 er nýr valáfangi þar sem lögð er áhersla á endurnýtingu en möguleikar á endurnýtingu í listsköpun og hönnun eru óþrjótandi, bæði í stóru og smáu. Nemendur kynnast þeirri gullnámu sem úrgangur er og þurfa að hafa augun opin fyrir þeim efnivið sem til fellur og endurnýta má við gerð list- og nytjamuna. Það reynir á hugmyndaflug og útsjónarsemi og nauðsyn þess að hugsa út fyrir rammann. Nemendur hafa verið að vinna að gerð veggmynda og fylgihluta núna fyrri hluta annar og þegar er margt skemmtilegt farið að líta dagsins ljós s.s. veggmyndirnar sem hér má sjá en það er ekki alltaf augljóst úr hverju verkin eru. LiljanLiljan er t.d. unnin úr pappakassa, dagatölum (bæði myndir og upphengivír), efnisafgöngum, pappír (notaður í perlur), smáhluti úr gömlum skartgripum, neti utan af lauk, gömlum ramma, bóluplasti o.fl. Í hryllingsfígúrunni má finna efni á borð við vírnet, pappakassa, pappamassa, leikfangaauga, gamalt leirauga o.fl. Mörg verkanna eru til sýnis fyrir framan myndlistarstofuna á þriðju hæð og er fólk hvatt til þess að gera sér ferð þangað og líta á afraksturinn sem og í heimsókn í myndlistarstofuna. Sjón er sögu ríkari. Fleiri myndir og innihaldslýsingar má sjá á Facebook - Fsu myndlist. Kennari er Ágústa Ragnarsdóttir.