Enskunemendur kynna fyrirtæki
Nemendur í viðskiptaensku buðu gestum og gangandi í opinn tíma í vikunni. Þar kynntu nemendur fyrirtæki sem þau hafa búið til í verkefnavinnu á önninni. Markmið verkefnisins var að efla viðskiptaorðaforða nemenda, þeir kynntu sér hvernig fyrirtæki væru uppbyggð, bjuggu til slagorð og lógó ásamt öllu kynningarefni, setja markaðsáætlun og skrifa viðskiptabréf. Hóparnir þurftu einnig að auglýsa eftir starfsfólki og taka starfsviðtöl svo eitthvað sé nefnt.
Hóparnir settu upp kynningarbása og sögðu frá sínu fyrirtæki og reyndu að sjálfsögðu að selja gestum sína hugmynd. Þarna mátti sjá fyrirtæki í ferðaþjónustu, neðansjávarhótel, vefverslun, veitingastað og hönnunarfyrirtæki. Á myndunum má sjá nemendur í söluham, en fleiri mydnir má finna á fésbókarsíðu skólans. Kennari er Guðfinna Gunnarsdóttir.