Fab Lab smiðja vígð
Miðvikudaginn 28. nóvember sl. var Fab Lab smiðjan vígð með formlegum hætti. Ráðherra samgöngu- og sveitastjórnarmála, Sigurður Ingi Jóhannsson flutti ávarp og vígði smiðjuna með táknrænum hætti með því að gangsetja 100vatta leiser skera, sem er eitt af mörgum spennandi tækjum sem smiðjan hefur upp á að bjóða en tækin eru flest gjöf frá sunnlenskum fyrirtækjum og Atorku félögum.
Sigurður Sigursveinsson, framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands, Eva Björk Harðardóttir formaður stjórnar SASS, Eyþór H. Ólafsson formaður Héraðsnefndar Árnesinga, Sigurður Þór Sigurðsson fyrir hönd Atorku- félags atvinnurekanda á Suðurlandi og Matthías Bjarnason formaður Nemendafélags FSu fluttu einnig ávörp. Þá sögðu þeir Magnús Stephensen Magnússon, smiðjustjóri og Frosti Gíslason, verkefnisstjóri Fab Lab í Vestmannaeyjum frá hugmyndafræði Fab Lab, þeim tækjunum sem eru í smiðjunni og þeim möguleikum sem hún býður upp á.