Félagsfræði í Ráðhúsi Árborgar
19.02.2012
Þriðjudaginn 14. febrúar fóru hópar í Félagsfræði 303, stjórnmálafræði, í kynningu í Ráðhús Árborgar. Framkvæmdastjóri Árborgar, Ásta Stefánsdóttir, og forseti bæjarstjórnar, Ari B. Thorarensen, tóku á móti nemendum og kennara og kynntu um starfsemi sveitarfélaga, kosningar á sveitarstjórnarstiginu og málefni sem tengjast sveitarstjórnarmálum. Vel var tekið á móti hópunum og þökkum við kærlega móttökurnar. Nemendur sem og kennari, voru að vonum ánægðir að fá tækifæri til að læra af nærsamfélaginu sem er tilbreyting frá hinu hefðbundna námsefni. Á myndinni má sjá annan hópinn ásamt framkvæmdastjóra Árborgar og forseta bæjarstjórnar Árborgar.