Félagsfræðibraut vinsælust
Af þeim 130 nemendum sem brautskráðust sl. föstudag voru 72 stúdentar. Þar af luku 34 námi af Félagsfræðibraut, 20 af Náttúrufræðibraut og 11 viðbótarnámi til stúdentsprófs að loknu starfsnámi. 67 nemendur brautskráðust af öðrum brautum, þar af flestir af húsasmíðabraut eða 16. Þá hefur meistaraskólinn öðlast nokkra festu í FSu og nú útskrifuðust 10 meistarar, 6 í húsasmíði og 4 í rafvirkjun. Níu nemendur brautskráðust af tveimur brautum og einn útskrifaðist í fimmta sinn frá skólanum.
Skipting útskriftarnema eftir brautumStúdentsbrautir:
Félagsfræðabraut |
34 |
Málabraut |
5 |
Náttúrufræðibraut |
20 |
Viðskipta- og hagfræðibraut |
2 |
Viðbótarnám til stúdentsprófs að loknu starfsnámi |
11 |
Samtals 72
Aðrar brautir:
Grunndeild bíliðna |
7 |
Grunnnám bygginga-og mannvirkjagreina |
4 |
Grunnnám rafiðna |
6 |
Grunnnám í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum |
1 |
Húsasmíðabraut |
16 |
Húsasmíði, samningsbundið iðnnám |
1 |
Íþróttabraut |
2 |
Íþróttabraut, fyrri hluti |
3 |
Listnámsbraut, fyrri hluti |
5 |
Málmiðnaðarbraut, grunnnám |
4 |
Meistaranám húsasmíði |
6 |
Meistaranám rafvirkjunar |
4 |
Próf af starfsbraut |
5 |
Starfsbraut, fyrri hluti |
3 |
Samtals 67