Ferð á Ferjustað
02.10.2009
Þann 29. september fóru nemendur í SJL 103 og MYL 173 í skemmtilega göngu- og sýningarferð í Hellisskóg með Lísu myndlistarkennara. Gengið var frá FSU sem leið liggur að Ártúni 3. Þar tók Alda Sigurðardóttir á móti hópnum og sagði frá því hvernig sýningin ,,Ferjustaður varð til, spjallaði um nútímalist, listaverkin og listamennina sem þátt tóku í sýningunni. Síðan var gengið upp með ánni og blaðað í sýningarskránni sem hefur að geyma ýmsan fróðleik um ferjustaði við Ölfusá, umhverfi hennar og sögulegar staðreyndir, en þar var líka uppdráttur af svæðinu og leiðarlýsingar sem auðvelduðu leitina að listaverkunum.