Ferð í fatahönnun
15.03.2016
Nemendur og kennari í fatahönnunaráfanganum HÖNN2FH05 fóru í vel heppnaða vettvangsferð til Rvk, miðvikudaginn 2. mars sl. Fyrst var hannað í tölvu og prentað út í Fablab í Breiðholti. Síðan var farið í búðaráp og skoðuð fataefni og fylgihlutir.
Að síðustu var farið í heimsókn til Guðmundar Jörundssonar fatahönnuðar í JÖR á Laugaveginum og hann spurður "spjörunum úr". Móttökur voru frábærar og allir komu reynslunni ríkari heim, tilbúnir að takast á við áframhaldandi sköpun eigin hamingjubrautar. Á myndinni má sjá hópinn ásamt hönnuði á vinnustofu Guðmundar Jörundssonar.