FERÐALAG INN Í SÆNSKT ELDHÚS
Níu heiðursnemendur og tveir kennarar í grunnnámi matvæla og ferðagreina við FSu heimsóttu Tranellska gymnasiset í Västerås í Svíþjóð dagana 19. til 23. janúar síðastliðinn með námstyrk frá Erasmus. Um er að ræða sex ára gamla menntastofnun sem sérhæfir sig í hótelrekstri, ferðaþjónustu, framreiðslu veitinga og gæðabakstri. Skólinn er mjög vel tækjum búinn og fagmennska í fyrirrúmi. Nemendur og kennarar FSu fengu sérlega góðar móttökur og kennslu og kynningu á eldunar- og bökunaraðferðum og ýmsum tækjum sem notuð eru í matvælavinnslu. Að sögn Guðríðar Egilsdóttur fagstjóra matvælagreina við FSu, sem stýrði ferðinni ásamt meistarakokki Þóri Erlingssyni, tókst ferðin mjög vel í alla staði, í senn skemmtileg og upplýsandi. Hún vitnaði til sænskrar umfjöllunar að lokum:
I dagarna två har vi haft besök av en isländsk restaurangskola, Thorir Erlingsson är President i Nordic Chefs Association, De har besökt Västerås och Tranellska med nio elever och läraren Guðriður Egilsdóttir, Vår rektor Marcus samt lärarna Mikael (bageri) samt Eddie (kök) har undervisat i våra kök.
jöz.