FERÐIN TIL TENNESSEE

Fáir vita betur en ferskir gamalreyndir kennarar að vettvangsferðir nemenda eru gulls ígildi. Þess vegna er gott að fara út úr skólahúsnæðinu þegar færi gefst. Jafnvel seint á kvöldin. Með rútu yfir jökulsá. Að þessu sinni fóru nemendur í tveimur íslensku áföngum á 3. þrepi að sjá leikritið Köttur á heitu blikkþaki eftir eitt helsta leikritaskáld bandarískra bókmennta á 20. öld Tennesse Williams (1911 – 1983). Heiti verksins er skrýtið en vísar myndhverft í að hoppa frá einni afstöðu til annarrar. Það er enginn köttur í leikverkinu.

Williams er ásamt tveimur öðrum leikskáldum bandarískum – Eugene O´Neill og Arthur Miller talinn með fremstu karlleikskáldum 20. aldar. Dagleiðin langa inn í nótt er þekkt eftir E. Og Artúr skrifaði bæði Dauði sölumanns og Horft af brúnni.

Gaman þegar nemendur og kennarar fara í leikhús. Verk Williams er ekkert auðvelt til meltingar. Gamalt í ákveðnum skilningi en nútímalegt og klassískt að öðru leyti. Lifir. Líklega skiptir leikstjórnin þarna miklu máli sem er Þorleifur sonur Arnars. Og sviðsetningin var glæsileg, blá og sexhyrnd.

Nemendur ánægðir með heildina. Kennarinn aðeins ringlaður en svo ók rútan okkur heim yfir Hellisheiði.

jöz.