Finnskir gestir
24.04.2013
Föstudaginn 19. apríl heimsóttu 34 nemendur og 5 kennarar tveggja framhaldsskóla í Merikarvia í Finnlandi Fjölbrautaskóla Suðurlands. Lárus Bragason og Örn Óskarsson tóku á móti gestunum. Skipulag FSu var kynnt. Eftir kynninguna var farin stutt kynningar ferð um skólann en þá bættist í hópinn hinn sænskumælandi nemandi Jakob Þór Eiríksson. Heimsóknin tókst vel og hrifust þeir af snyrtimennsku og búnaði skólans. Ólafur Einarsson og Örn fóru með gestina í fuglaskoðun niður að ströndinni við Eyrarbakka og í Þorlákshöfn eftir hádegið. Örn fór síðan með hópinn í dagsferð um uppsveitir Suðurlands á sunnudeginum 21. apríl.
Myndina tók Örn Óskarsson, en á henni má sjá finnska hópinn skoða bókasafn skólans.