Fjölbraut rokkar
08.09.2010
Fæstir sem eiga erindi um ganga Fjölbrautaskóla Suðurlands á skólatíma gætu ímyndað sér að í húsinu æfðu rokkbönd. Á meðfylgjandi mynd má þó sjá nokkra nemendur skólans er stunda nám í áfanganum TÓS 173. Áfanginn byggir á samspili hefðbundinna rokkhljómsveitarhljóðfæra þ.e. gítar, bassi, trommur og söngur. Auk þess að stunda samspil er tónheyrnin þjálfuð í sérstöku forriti er heitir Earmaster. Nær öll kennsla fer því fram með nemendur undir heyrnatólum, hvort sem er í tölvutímum eða samspili.