Fjölbrautaskóli Suðurlands hlaut Menntaverðlaun Suðurlands 2010
14.01.2011
Til hamingju! Skólinn hlaut Menntaverðlaun Suðurlands fyrir verkefnið: Skólinn í okkar höndum
Menntanefnd SASS samþykkti á fundi 4. jan. 2011, að Fjölbrautaskóli Suðurlands hlyti Menntaverðlaun Suðurlands árið 2010 fyrir verkefnið "Skólinn í okkar höndum." Tilnefningin beinist að fjórum verkefnum sem eru samtvinnuð: Olweusar-áætlunin gegn einelti, bættur skólabragur, dagamunur og heilsueflandi framhaldsskóli. Skólinn fékk verðlaunin afhent á hátíðarfundi Fræðslunets Suðurlands og Háskólafélags Suðurlands 13. janúar. Þar voru einnig afhentir styrkir úr Vísinda- og rannsóknarsjóði Suðurlands. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson afhenti styrkina og menntaverðlaunin.