Fjölbreytt verkefni í húsasmíði
24.01.2019
Nemendur í áfanganum TRÉH2HS15 á húsasmíðabraut vinna margskonar fjölbreytt verkefni. Markmið áfangans er m.a. að kenna nemendum grunnatriði trésmíða með áherslu á þekkingu og færni í notkun handverkfæra og rafmagnsverkfæra. Nemendur smíða meðal annars bókastoð, búkka og tröppur. Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur vinna við plötusög og borðfræsara til þess að búa til tvo búkka sem hægt er að brjóta saman og hengja upp á vegg þegar ekki er verið að nota þá. Kennarar er Lárus Gestsson og Óskar G. Jónsson.