Fjölbreytt viðfangsefni á húsasmíðabraut
19.02.2018
Meginmarkmið með námi í húsasmíði er að nemendur öðlist skilning, þekkingu og færni til að sinna allri smíðavinnu í bygginga- og mannvirkjaiðnaði, þ.e. verkstæðis- og innréttingavinnu, úti- og innivinnu á byggingastað ásamt viðgerða- og breytingavinnu. Þetta felur m.a. í sér smíði steypumóta, trévirkis, glugga, hurða, stiga, innréttinga og klæðningar innanhúss og utan. Húsasmíði er löggilt iðngrein og lýkur með sveinsprófi. Meðalnámstími er fjögur ár að meðtöldu grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina. Nánar má kynna sér nám á húsasmiðabraut hér.