Fjör á kátum dögum
01.03.2012
Nú standa yfir Kátir dagar í FSu og mikið gengur á, en þá er hefðbundið skólastarf brotið upp með ýmsum hætti. Skólinn iðar af lífi þar sem fjölmörg námskeið og viðburðir eru í boði. Þar má nefna ýmsar keppnir milli kennara og nemenda eins og Mugga Quidditch, LARP og manntafl. Einnig er í gangi fótboltamót, Lazer tag mót og hestamót. Að auki er í boði alls konar þjónusta, hægt er að fá ódýra klippingu, fá blóðþrýstingsmælingu hjá nemendum á sjúkraliðabrú, fara á matreiðslunámskeið, fara til spákonu og margt fleira. Kátir dagar enda á Flóafári á morgun þar sem lið á vegum nemenda keppa sín í milli í þrautum sem kennarar hafa útbúið.