Fjör í lífsleikni
14.05.2014
Í síðustu kennslustund í lifsleikni er slegið á létta strengi og annarlokum fagnað. Í lífsleiknihóp númer þrjú héldu nemendur og kennarar upp á lokahnykkinn með morgunverðarhlaðborði og leiksýningum sem nemendur sáu um. Lífsleiknitímarnir eru vettvangur fyrir nemendur skólans að kynnast allskonar krökkum í upphafi skólagöngu og oft er þar lagður grunnur að góðri vináttu, sem endist skólagönguna alla og jafnvel ævina alla. Síðasta kennslustund áfangans var því ekki eiginleg kveðjustund, heldur hátíðahöld við lotuskil. Þegar nemendur hafa lokið lífsleikni má líta svo á að þeir séu orðnir innvígðir og fullgildir framhaldsskólanemendur - og tilbúnir í hvað sem er.