Fjör í prófum
07.12.2009
Nú standa yfir jólapróf í FSu. Prófin eru haldin 2.-10. desember og sjúkrapróf verða föstudaginn 11. desember. Flestir sjá líklega fyrir sér nemendur sitjandi í röðum að glíma við skriflegar spurningar þegar próf ber á góma. Námsmat er þó gjarnan fjölbreyttara en svo. Símat tíðkast til dæmis í mörgum áföngum og þá án lokaprófa, munnleg próf eru haldin í allmörgum greinum, og nú eru svonefnd hóppróf farið að tíðkast. Meðfylgandi mynd er tekin að loknu hópprófi í frönsku.