Fleiri hjóla í skólann
17.11.2011
Kennarar sem ganga daglega milli Iðu og Odda hafa tekið eftir því að stórlega hefur fjölgað í hópi þeirra sem koma hjólandi í skólann. Á þetta bæði við um nemendur og kennara og má því segja að þetta sé jákvæð þróun og í anda heilsueflingar í FSu. Hér áður fyrrr þótti fréttnæmt ef fleiri en þrír nemendur kæmu á hjóli en nú anna hjólastandar ekki eftirspurn, sem er jákvætt vandamál. Rétt er að minna á að ljós og endurskinsmerki eru nauðsynleg á hjólum og hjólreiðarmönnum í skammdeginu. Verum sýnileg. Myndirnar eru teknar við Iðu og Odda á venjulegum skóladegi en einnig er hjólastæði við kennarainnganginn og er það einnig venjulega yfirfullt.