Flóamenn ræða samstarf

Þær Elín Hauksdóttir formaður fræðslunefndar Flóahrepps og Kristín Sigurðardóttir skólastjóri Flóaskóla komu í heimsókn í FSu á „Degi íslenskrar tungu“ og ræddu við skólameistara, áfangastjóra og námsferilsstjóra um samstarf skólanna. Sérstaklega var rætt um skipulag varðandi komu námshesta úr 10. bekk yfir í FSu um áramótin 2010/2011 og boð FSu um að grunnskólanemendur í 10. bekk geti tekið próf í einstökum framhaldsskólaáföngum (dönsku, ensku, og stærðfærði) við skólann.