Fordómaverkefni kynnt
12.03.2009
Miðvikudaginn 11. mars fór alþjóðafulltrúi Fjölbrautaskóla Suðurlands á kynningarfund fyrir samstarfsmöguleika evrópskra menntaáætlana. Fundurinn var haldinn á Hótel Selfossi og mættir voru allmargir Sunnlendingar. Alþjóðafulltrúi kynnti velheppnað Comeniusarverkefni, sem var samstarfsverkefni sjö Evrópuþjóða og fjallaði um fordóma. Þetta verkefni vakti hrifningu viðstaddra og komu margar spurningar úr sal varðandi það.