Forvörður - nýtt fréttabréf

Forvörður er nýtt fréttabréf um félagslíf og forvarnarmál, svo foreldrar geti fylgst betur með því sem fram fer í félagslífi nemenda skólans. Í fyrsta tölublaði er farið lauslega yfir helstu viðburði annarinnar sem senn er að ljúka, nemendaráð kynnt og fjallað um þáttöku foreldra á böllum. Allir sem hafa áhuga á að koma á ballvakt eru hvattir til að setja sig í samband við Fríðu, forvarnarfulltrúa skólans: frida.gardarsdottir@gmail.com.

Hér má sjá forsíðu fréttabréfsins. Á baksíðunni, Bakverði, er svo áhersla lögð á tuð, skammir og almenn leiðindi. Skoðið endilega allar síðurnar betur hér: issuu.com/forvardur/docs/forvarnafr__ttir