Frábær árangur í forritunarkeppni framhaldsskóla
16.03.2013
Liðið Neisti skipað FSu nemendunum Hallgrími Davíð Egilssyni, Jakobi Reyni Valdimarssyni og Jóni Aron Lundberg hreppti 2. sætið í Spock deild Forritunarkeppni framhaldsskólanna sem fór fram í HR í dag. Í deildinni sem er fyrir lengra komna forritunarnemendur kepptu alls 18 lið. Í 4 sæti var svo liðið Codebusters skipað þeim Kristófer Montazeri úr MH og Magnúsi Ágústi Magnússyni úr FSu. Lið skipuð nemendum frá MR hrepptu 1. og 3 sætið. Ljóst er að um frábæran árangur þessara keppenda er að ræða. Einnig má geta þess að liðið SIGSEGV sem í var Tækniskólanemandinn Gunnar Guðvarðarson, áður nemandi FSu, sigraði Kirk deildina sem er líka deild fyrir lengra komna nemendur en með færri og stærri verkefnum. Í Kirk deild kepptu 8 lið.