Fræðsla um starf slökkviliða
13.03.2018
Nemendur í áfanganum STAS1XA02 fóru í vettvangsferð í Björgunarmiðstöðina á Selfossi í lok febrúar. Það var tekið einstaklega vel á móti hópnum. Sjúkraflutningamaður fræddi nemendur um starfið, sýndi þeim sjúkrabíl og útbúnaðinn sem þarf að vera til staðar. Nemendur kynntust tæki sem er kallað Lúkas og er notað við hjartahnoð. Nokkrir nemendur lögðust á sjúkrabörurnar þar sem blóðþrýstingur og súrefnismettun var mæld.
Aðstoðarvarðstjóri Brunavarna Árnessýslu fræddi hópinn um starf slökkviliðsmanna og sýndi tæki og tól sem þeir hafa m.a. mjög fullkominn slökkviliðsbíl sem bættist í flotann hjá þeim síðasta sumar og er einn nýjasti slökkviliðsbíllinn á landinu. Að skilnaði færði hann öllum endurskinsmerki til að setja á úlpuermi.
Við lok heimsóknar var öllum boðið upp á safa og volga snúða.