Framboðsfundur
24.04.2009
Miðvikudaginn 22. apríl var haldinn framboðsfundur í FSu. Frambjóðendur héldu örstuttar ræður og svöruðu síðan fyrirspurnum úr sal. Frummælendur flokkanna voru Anna Margrét Guðjónsdóttir fyrir Samfylkingu, Bryndís Gunnlaugsdóttir fyrir Framsókn, Daníel Haukur Arnarsson fyrir Vinstri græna, Grétar Mar Jónsson fyrir Frjálslynda, Margrét Tryggvadóttir fyrir Borgarahreyfinguna og Unnur Brá Konráðsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Vísir menn áætla að hátt í 300 manns hafi sótt fundinn.