Framför í fjallgöngum
08.09.2017
Á þessari önn eru kenndir tveir fjallgönguáfangar. Einingarnar sem fást fyrir þessa áfanga metast sem íþróttaeiningar. Annar hópurinn fer í nokkrar fjallgöngur í nágrenni skólanns, þrjár styttri göngur á föstudögum eftir skóla og tvær lengri laugardagsgöngur. Myndir úr þeim ferðum koma síðar.
Hinn hópurinn gekk yfir Fimmvörðuháls á dögunum. Eftir 25km göngu, 1000m hækkun og 900m lækkun var gist í skála Útivistar í Básum. Eftir góðan kvöldmat lögðust flestir til hvílu en aðrir fóru í feluleik og spjölluðu eitthvað fram eftir kvöldi. Daginn eftir var ekið heim með viðkomu í Nauthúsagili. 31 nemandi ásamt Ásdísi og Sverri íþróttakennurum skólans fóru í gönguna.
Fleiri myndir úr göngunni má finna á fésbókarsíðu skólans.