Framhaldsskólakynning og Íslandsmót

Núna stendur yfir framhaldsskólakynning og Íslandsmót í iðn- og verkgreinum í Kórnum í Kópavogi. Um 30 framhaldsskólar kynna námið sem þeir bjóða upp á og má gera ráð fyrir að nemendur í grunnskóla fjölmenni á kynninguna og skoða hvað kosti þeir hafa í námsframboði. FSu tekur að sjálfsögðu þátt og hafa starfsmenn unnið hörðum höndum við að útbúa kynningarefni og setja upp FSu básinn.Einnig eru nemendur við skólann að keppa í iðngreinum.

Allir eru velkomnir og fólk hvatt til mæta og kynna sé málið.

Dagskrá kynningarinnar má sjá hér, smellið til að stækka. Einnig má nálgast frekari upplýsingar á http://verkidn.is/framhaldssklakynning