Fréttir frá kór FSu

 

Mikill hugur ríkir nú meðal kórfélaga því margt spennandi er framundan í vetur og ber þar hæst fyrirhuguð Ítalíuför í lok mars. Ferðinni er heitið til Bolzano á norður Ítalíu þar sem við munum dvelja um vikutíma. Þar munum við halda sameiginlega tónleika með ítölskum framhaldskólakór er tekur á móti okkur auk þess sem sungið verður  við fleiri tækifæri. Ítalski kórinn mun síðan sækja okkur heim er fram líða stundir. Íslensk hjón sem búsett eru ytra halda utan um og skipuleggja í samstarfi við okkur hér heima ferðina og sjá til þess að hún verði sem skemmtilegust og  öllum ógleymanleg.  Hjón þessi sérhæfa sig í að skipuleggja ferðir fyrir kóra erlendis og kalla fyrirtæki sitt Cusina Travel . Til stendur einnig að leggja loka hönd á útgáfu geisladisks er spannar rúmlega 30 ára sögu kórsins og verður sá diskur vonandi til sölu í upphafi nýs árs.Nú í október heldur kórinn í æfingarbúðir að þessu sinni að í Grundarhverfi  á  Kjalarnesi, en þar mun kórinn einnig halda sína frægu kvöldvöku þar sem heimatilbúin skemmtiatriði á heimsmælikvarða  verða sýnd. Kórinn mun svo syngja á Hátið í bæ,  eins á  aðventutónleikum í Selfosskirkju og auðvitað við brautskráningar skólans. Stefnt er að því að  halda styrktartónleika  í upphafi febrúarmánaðar þar sem kórinn mun syngja auk fleiri kóra, ágóðinn rennur að sjálfsögðu í ferðasjóð okkar. Á komandi vikum munu kórfélagar hefja sölu á ýmsum varningi  til styrktar ferðalagsins og er von okkar að fólk taki þeim og erindi þeirra vel.

Nýlega tók Gunnþórunn Klara við af Guðbjörgu Helgu sem gjaldkeri og hægri hönd kórsins. Kórinn þakkar Helgu ánægjulegt samstarf og býður Tótu velkomna í hópinn

Kórfélagar um þessar mundir eru 46 talsins.

Kveðja frá Örlygi Atla Guðmdunssyni, kórstjóra.