FRÍHENDIS BLÝANTSTEIKNINGAR NEMENDA

Myndlistarnemar í FSu halda nú áfram uppteknum hætti að setja upp sýningu í opinberu sýningarrými utan skólans. Sýningin er í Listagjánni á Bókasafni Árborgar við Austurveg og stendur yfir frá 20. september til 20. október. Nemendur í framhaldsáföngum myndlistar fá þjálfun í uppsetningu og kynningu á eigin verkum. Þau voru unnin á vorönn 2022 í áfanganum TEIKNING sem er á þriðja þrepi. Þar er eingöngu unnið með blýant eins og nafnið bendir til. Nemendur hljóta þjálfun í alls konar fríhendis blýantsteikningum, skyggingum náttúru, hluta, manna og dýra og reyna að ná raunsæjum og súrrealískum áhrifum í myndlist sinni. Allt áhugafólk um listsköpun er hvatt til að mæta á þessa fínu sýningu : - )

 

ehh / jöz