Fróðlegir fyrirlestrar hjá akademíum
Nemendur í íþróttaakademíum FSu fá reglulega fyrirlestra um markmiðssetningu og forvarnir. Matti Ósvald Stefánsson, heilsufræðingur hefur haldið fyrirlestur um forvarnir. Brynjar Karl , frumkvöðull og fyrrum þjálfari körfuknattleiksakademíu FSu, hefur haldið fyrirlestra fyrir nemendur um markmið, frammistöðumat, lífsfyllingu og fleira. Hann segist hafa skemmt sér mjög vel og fundist gaman að hitta nemendur og kennara. Við höfum rætt um hver eru réttu gildin, viðhorf og viðmið og hvernig þau breytast og hvernig þau hafa áhrif á okkur, segir Brynjar Karl. Einnig höfum við rætt um mikilvægi ákvarðana og hvernig ákvarðanir verða til. Hver er ástæðan fyrir því að sumir ná árangri og eru hamingjusamir og þeirra sem ná ekki sama árangri og eru þunglyndir, daprir og kvíðnir. Hver er okkar áhrifahringur og hvenær erum við í föst í áhyggjuhringnum. Svo rúllum við í gegnum verklag í því hvernig við staðsetjum okkur, setjum okkar markmið og lýsum leiðinni að markinu. Annað sem að fékk að fljóta með í umræðunni voru t.d. mikilvægi líkamstjáningar og hvernig við gerum tímann skemmtilegan. Þetta var æðislega gaman og ég skemmti mér konunglega. Nemendur og kennarar í FSu gera skólann að yndislegasta skóla sem að ég þekki, segir Brynjar að lokum. Á myndinni má sjá skólameistara og aðstoðarskólameistara ásamt Brynjari Karli.