Frönsk kynning
31.03.2009
Þriðjudaginn 31. mars komu gestir frá franska sendiráðinu í Reykjavík til að kynna nám í Frakklandi. Gestirnir voru sendiráðsstarfsmennirnir Unnur Margrét Arnarsdóttir og Benoît Lehoux. Þau kynntu frönskunemum í efri áföngum í frönsku franskt skólakerfi og ýmsa möguleika sem ungum Íslendingum bjóðast til að stunda nám eða tímabundna sjálfboðavinnu í Frakklandi að loknu stúdenstprófi. Nemendur hlýddu á áhugasamir á kynninguna sem flutt var á bæði á frönsku og íslensku.