Frönskunemendur í París

Dagana 7.-11. mars dvaldi fríður hópur frönskunema í París. Með í för voru 2 frönskukennarar: Vera Ósk Valgarðsdóttir og Hrefna Clausen. Tilgangur ferðarinnar var að kynnast hinni rómuðu höfuðborg Frakklands og anda að sér franskri menningu. Ferðin heppnaðist vel í alla staði. Dagarnir fjórir  voru vel nýttir til skoðunarferða vítt og breitt um Parísarborg.  Eiffelturninn, Sigurboginn, Latínuhverfið, Notre Dame, Montmartre, Signa, Champs-Élysées; allt vakti þetta athygli og aðdáun nemenda sem voru duglegir að tjá sig á franskri tungu, smakka framandi rétti (t.d. escargots, pâté de foie og créme brûlée) lesa út úr götukorti og ferðast með metró. Kristín Jónsdóttir, öðru nafni Parísardaman.com, fylgdi hópnum einn daginn og uppfræddi hann á skemmtilegan hátt um ýmsar staðreyndir úr sögu borgarinnar.