Frumkvöðlafræði á Sparkið
19.01.2009
Föstudaginn 16. janúar fóru nememendur og kennari í Frumkvöðlafræði (VIÐ133) á SPARKIÐ sem er upphafsfundur Fyrirtækjasmiðjunnar. Þar kynntu Ungir frumkvöðlar Fyrirtækjasmiðjuna. Svafa Grönfeldt rektor HR ávarpaði nemendur, sem og Þór Sigfússon forstjóri Sjóvár.
Átta skólar taka þátt í verkefniu í ár. Þessi áfangi felst í því að nemendur stofna fyrirtæki og reka það í nokkrar vikur. Vörumessa verður haldin í Smáralind seinnpartinn í mars þar sem allir skólarnir/fyrirtækin kynna sinn rekstur. Síðan leggja þeir reksturinn niður í lok annar og senda inn verðlaunaumsókn. Veitt eru ýmis verðlaun en aðalverðlaunin eru ferð til Hollands í Evrópukeppni fyritækjasmiðja. Sjá nánar á vef Ungra frumkvöðla.